KIRKJUBRAUT 39

Við kynnum með stolti nýtt byggingarverkefni sem inniheldur 21 íbúð og 4 rúmgóð verslunar og þjónusturými. Nútíma hönnun og þægindi sem er fullkomin fyrir fjölskyldur, einstaklinga og fyrirtæki sem vilja búa í hjarta samfélagsins. Með áherslu á gæði, nýtísku aðstöðu og aðgengi að þjónustu, býður þetta verkefni upp á einstakt tækifæri til að skapa sér varanlegt heimili eða vel staðsettan viðskiptavettvang.

Notið valmöguleikana hér fyrir neðan til að framkvæma nákvæmari leit. Verð geta tekið breytingum.
FERMETRAR
47.1 ㎡  -  164.8
HERBERGI
1  -  4
VERÐBIL
0 M  -  0 M
ÍBÚÐ HÆÐ STÆRÐ ÞAR AF GEYMSLA HERBERGI BÍLASTÆÐI VERÐ
101 1 83.3 ㎡ - ㎡ 2 - Væntanlegt
102 1 157.5 ㎡ - ㎡ 2 - Væntanlegt
103 1 84.2 ㎡ - ㎡ 3 - Væntanlegt
104 1 116.7 ㎡ - ㎡ 2 - Væntanlegt
105 1 119.3 ㎡ - ㎡ 4 - Væntanlegt
201 2 94.9 ㎡ 2.9 ㎡ 3 - Væntanlegt
202 2 80.3 ㎡ 4.0 ㎡ 2 - Væntanlegt
203 2 80.3 ㎡ 4.4 ㎡ 2 - Væntanlegt
204 2 94.8 ㎡ 5.2 ㎡ 3 - Væntanlegt
205 2 53.1 ㎡ 5.3 ㎡ 2 - Væntanlegt
206 2 47.7 ㎡ 5.2 ㎡ 1 - Væntanlegt
207 2 47.2 ㎡ 4.4 ㎡ 2 - Væntanlegt
208 2 47.1 ㎡ 4.4 ㎡ 2 - Væntanlegt
209 2 72.2 ㎡ 4.4 ㎡ 3 - Væntanlegt
301 3 94.9 ㎡ 2.9 ㎡ 3 - Væntanlegt
302 3 80.3 ㎡ 4.4 ㎡ 2 - Væntanlegt
303 3 80.3 ㎡ 5.3 ㎡ 2 - Væntanlegt
304 3 94.8 ㎡ 4.5 ㎡ 3 - Væntanlegt
305 3 53.1 ㎡ 4.5 ㎡ 2 - Væntanlegt
306 3 47.7 ㎡ 4.8 ㎡ 1 - Væntanlegt
307 3 47.2 ㎡ 5.8 ㎡ 2 - Væntanlegt
308 3 47.1 ㎡ 7.7 ㎡ 2 - Væntanlegt
309 3 72.2 ㎡ 5.7 ㎡ 3 - Væntanlegt
401 4 164.8 ㎡ 8.4 ㎡ 3 - Væntanlegt
402 4 58.0 ㎡ 10.0 ㎡ 1 - Væntanlegt

Akranes

Þessi einstaki kaupstaður sem staðsettur er rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið, í rúmlega 30 mín akstursfjarlægð, hefur verið í örum vexti undanfarin ár. Mikil uppbygging á sér stað á svæðinu og hækkaði fasteignaverð mest á Akranesi á síðasta ári.

Tveir grunnskólar, framhaldsskóli og fjórir leikskólar eru nú þegar á svæðinu. 6-8 deilda leikskóli er í framkvæmd og nýr grunnskóli er einnig væntanlegur.

Á Akranesi er einn fallegasti golfvöllur landsins sem nýtur mikilla vinsælda bæjarbúa og annarra gesta enda verið hluti af íslensku mótaröðinni undanfarin ár. Íþróttastarf er til mikillar fyrirmyndar og er aðstaða ÍA ein sú flottasta á Íslandi. Íþróttasvæðið er ekki einungis gríðarstórt heldur einnig einstaklega fallegt þar sem það liggur meðfram Langasandi. Á ströndinni er náttúrulaugin Guðlaug á þremur hæðum sem er mikið sótt meðal íslendinga og ferðamanna enda útsýnið yfir hafið stórbrotið.

Umhverfi og fjallasýn staðarins sýnir fegurð Íslands á einstakan hátt eins og sést í myndbandinu hér til hliðar. Útivistarsvæði fjölmörg, skóla og íþróttastarf til fyrirmyndar og því óhætt að segja að íbúðarkaup á Akranesi sé góð fjárfesting til frambúðar.

Hafa samband

Hafir þú áhuga á að fá nánari upplýsingar hafðu þá samband við Daníel Rúnar Elíasson hjá Hákoti Fasteignasölu.

14 + 1 =